
Tæknivarpið (Taeknivarpid.is)
Explorez tous les épisodes de Tæknivarpið
Date | Titre | Durée | |
---|---|---|---|
03 Sep 2023 | Míla kynnir 10x, Playstation Portal og Zoom lokar á fjarvinnu | 01:11:09 | |
Atli, Elmar og Gulli gera upp fréttir vikunnar í tækni:
ATHUGIÐ Elmar er starfsmaður Mílu og Atli er ráðgjafi Mílu. Þessi þáttur er í boði Tech Support. | |||
03 Feb 2022 | 302 Spotify í klandri vegna Joe Rogan | 01:22:18 | |
Íslenskir menntasprotar vekja athygli vestanhafs, en íslensku fyrirtækin Beedle og Mussila eru komin í hóp 200 efnilegustu sprota í menntatækni í heiminum. Spotify er í klandri vegna viðtals Joe Rogan við vísindamann sem gagnrýnir mRNA bóluefni. Alda Music var selt til Universal Music, sem þýðir að margar íslenskar tónlistarperlur eru nú í eigu erlendra aðila. Intel kynnir Alder Lake örgjörva sem hefur stundum betur en M1 Max örgjörvi Apple, en með smá fyrirvara. Svo keypti Gulli sér svo síma á Bland. Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur þáttarins í dag eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson. | |||
23 Sep 2022 | Bann á Google Analytics og GTA6 myndbrotum lekið | 01:21:23 | |
Það er þéttur þáttur hjá okkur þetta skiptið. Tækniskólinn var hakkaður illa og flest allt nettengd datt í gólfið. Neytendastofa kallar eftir því að banna Google Analytics á Íslandi í kjölfarið úrskurða annarra Evrópulanda. The Verge endurhannar vefsíðu sína og það eru allir í Tæknivarpinu brjálaðir. Google Pixelbook vörulínan hefur verið fryst og ekki fleiri fartölvur í bígerð þar. The Verge dómar fyrir Apple þrennuna eru komnir út og þeir eru ekkert sérstakir. Apple kynnti ekki stærstu breytinguna á iPhone 14 á nýafstöðnum viðburði sínum: allt innvolsið hefur verið tekið í gegn og nú er mun auðveldara að gera við hann. En þetta á einungis við iPhone 14 (ekki Pro símana). Victrola gefur út plötuspilara sem getur streymt beint í Sonos-hljóðkerfi. Windows Explorer fær loksins flipa, 9 árum á eftir macOS og enn fleiri árum á eftir Ubuntu. Nvidia kynnti ný og dýr skjákort í vikunni: RTX 4090 og 4080. Logitech ætlar að koma með áhaldanlega skýjaleikjatölvu sem heitir því frábæra nafni G Cloud Gaming Handheld sem kemur í sölu þann 17. október.
Við fengum góðar spurningar af Twitter, meðal annars frá @icemandave2 og @kariarnar sem við svöruðum í þættinum.
Þessi þáttur er í boði Macland.is sem er að dæla út nýjum Apple þrennum, KFC sem býður upp á BOSS BACON máltíð og Origo sem býður upp á fyrirlestur í netöryggi þann 28. september næstkomandi sem er opinn öllum. Sjá fyrirlestur hér: https://www.facebook.com/events/840082753827663 | |||
18 Mar 2023 | Playstation VR2 og tölvuleikjaspilun fyrir miðaldra | 00:57:15 | |
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka. Við fáum til okkar góðan gest, hann Daníel Rósinkranz, og ræðum Playstation VR2 sýndarveruleikahjálminn og tölvuleikjaspilun fyrir miðaldra. Stjórendur eru Atli Stefán og Kristján Thors.
| |||
10 Oct 2021 | 288 Facebook í tómu tjóni og rafstrætó | 01:18:08 | |
Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 fær að kíkja inn í eldfjall. Strætó ætlar að fjölga rafstrætisvögnum og það er víst allt tilbúið fyrir það. Facebook fór á hliðinna og þurfti að spenna upp gagnaver til að komast aftur í gang. Svo hefur Facebook uppljóstrarinn loksins komið fram og fór í viðtal hjá 60 mínútum. En hverju er verið að ljóstra upp? Twitch var illa hakkað en mjög viðkvæm gögn virðast ekki hafa farið víðar. Intel bjó til skammarlega lélega auglýsingu og fær það óþvegið í like/dislike á YouTube. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. Kostendur eru Bruggstofan + Honkítonk BBQ, Elko og Arena gaming (þjóðarleikvangur Íslands í rafíþróttum). | |||
15 Dec 2023 | Það þarf enginn tíu gígabita á sekúndu | 00:52:08 | |
Við fáum góða gesti í Tæknivarpið þá Ingvar Bjarnason frá Mílu og Jón Helgason (Nonna) frá Eldey. Þeir héldu einmitt fyrirlestur fyrir fjarskipta-faghóp á vegum Ský í síðustu viku þar sem fjallað var um 10 gígabita ljósleiðara fyrir heimili. Þarf einhver 10 gígabita á sekúndu?? Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. | |||
25 Feb 2022 | 305 Ekkert HBO Max en stórt rafíþróttamót í apríl | 01:07:01 | |
HBO Max var að bæta við fimmtán Evrópulöndum en Ísland er því miður ekki eitt þeirra sem eru sorgarfréttir. Það þarf greinilega að hitna enn frekar í streymistríðinu til þess.. Riot Games ætlar að halda risastórt rafíþróttamót á árinu og verður keppt í Valorant (sem er samruni Overwatch og Counter-Strike). Windows 11 er komið með nýja verkefnastiku sem hentar betur spjaldtölvum, en enginn af okkur er kominn á Windows 11. Talið er að næsta útgáfa af örgjörvum Apple verði M2 og fari í alla vega fjóra makka á þessu ári! En hvernig örgjörvi verður M2? Nýr samfélagsmiðill leit dagsins ljós í vikunni: Truth Social sem er vægast sagt gildishlaðið heiti. Elden Ring er kominn út, lítur fáranlega vel út og fær frábæra dóma. Leikurinn kemur frá leikstjóra Dark Souls leikjaseríunnar og er í boði á langflestum stýrikerfum (nema macOS). Dragon Age 4 er víst hálfnaður samkvæmt einum framleiðanda leiksins og er á leiðinni á næsta ári. Galaxy S22 dómarnir rigna inn og fær Ultra útgáfan glimrandi dóma. Pixel 7 lekar eru byrjaðir og það er ekki von á miklum breytingum. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason. | |||
03 Apr 2022 | 309 Auðkenni þjóðnýtt og lofthreinsigríma frá Dyson | 01:42:40 | |
Við erum með sneysafullan þátt af tæknifréttum og kaupákvörðunum Atla. Auðkenni hefur verið keypt af Ríkinu. Fyrirtæki býr til gervitónlistarfólk inn á Spotify til að græða peninga. Klapp lausnin frá Strætó er í tómu tjóni, eða hvað? Atli fjallar einnig um Studio Display sem hann skoðaði í verslun Macland Kringlunni. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
| |||
22 Jan 2023 | Er Apple verri kaup fyrir borgina? | 01:46:27 | |
Indó komið í Apple pay, Borgarfulltrú Flokks Fólksins ósáttur við kaup á rándýrum apple tölvum og alskonar nýjar Apple græjur. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar. Stjórnendur: Bjarni Ben, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir
| |||
07 Jun 2024 | Hvernig er hægt að nýta sér spunagreind? | 00:45:20 | |
Tæknivarpið fékk góða gesti til að ræða hagnýtingu gervigreindar - eða þá nánar tiltekið spunagreindar. Gunnar Reykjalín frá Origo og Binna Borgar frá Datalab. Stjórnandi er Atli Stefán. Þessi þáttur er í boði Origo 🙏 | |||
04 Sep 2022 | iPhone vinsælli en Android í Bandaríkjunum | 01:33:54 | |
iPhone er markaðsleiðandi í Bandaríkjunum. Gulli prófaði Skannað og Skundað. Twitter leyfir ritskoðun á tístum gegn gjaldi. Svo eru fastir liðir eins og venjulega.
Þessi þáttur er í boði Macland.
Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Elmar Torfason, Marinó Fannar Pálsson og Sverrir Björgvinsson. | |||
01 Jun 2024 | Microsoft sækir á MacBook Air og á gervigreind | 01:12:32 | |
Microsoft hélt uppskeruhátíð sína Build nýlega og er búið að dæla út tilkynningum sem Atli og Gulli fara yfir. | |||
20 Oct 2022 | Nýjar spjaldtölvur frá Apple og þráðlaus símtöl | 01:12:01 | |
Apple kynnti nýjan iPad (10), uppfærða iPad Pro (M2) og uppfært AppleTV (USB-C fjarstýring!!) með látlausri fréttatilkynningu og myndböndum. Miðeind samhæfir raddgreiningartólin sín við snjallheimilið þannig nú getur Embla slökkt ljósin. Síminn Sjónvarp býður nú upp á prófíla og vefviðmót. Gulli heldur því einnig fram að myndgæðum hafi farið fram, en það er enn óstaðfest. Vegagerðin opnaði nýjan færðarvef, en Gulli vill bara hringja í þau. Nova sendi okkur tæknimann (Aron Heiðar Steinsson) eftir vandræðalegt spjall okkar um Voice of Wifi eða þráðlaus símtöl, sem fræddi okkur um VoLTE, VoWiFi og 5G.
Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum. Þessi þáttur er einnig í boði Origo, sem er að halda opinn fyrirlestur um netöryggi í skýjalausnum þann 26. október. Skráið ykkur inn á https://www.origo.is/vidburdir/netoryggi-vidburdarod-origo2
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir | |||
07 May 2022 | 313 Reykjavík Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds | 01:27:49 | |
313 Reykjavík Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds
Tæknivarpið - Reykjavik Haus sköpunarsetur og Sony Linkbuds
Reykjavík Haus hefur verið samþykkt í borgarráði Reykjavíkur og mun opna sköpunarsetur í efri hæðum Hafnarhússins. Evrópusambandið er að búið að senda ákvörðun á Apple um meinta misnotkun á aðgengi þriðja aðila að NFC-hluta iPhone síma og getur sektað Apple um 10% af heildartekjum. Xbox prik er á leiðinni sem mun bjóða upp á sjónvarpsstreymiapp og leikjastreymispilun, og kemur vonandi út innan 12 mánaða. Fortnite er loksins hægt að spila, en í gegnum Xbox cloud gaming (sem er ekki í boði á Islandi). Google bjó til sveigjanlega útgáfu af Robot letrinu sínu, sem er hægt að stilla í döðlur. Wendy’s ætlar að opna aftur á Íslandi er kominn með mjög skondinn Twitter aðgang. Sennheiser Momentum Truly Wireless 3s létta og gera fyrri útgáfu ódýrari. Sony WH-1000XM5 mikið endurnýjuð heyrnatól koma líklega út 12. maí næstkomandi. Það er langt í næstu sendingu af Snap Pixy drónanum, sem virðist hafa fengið góðar viðtökur. Atli fjallar um Sony Linkbuds heyrnatólin sem eru alveg þráðlaus heyrnatól sem fara EKKI inn í eyrun. Sala á Chromebook tölvum hrynur um 60% og Apple seldi mest af tölvum (og spjaldtölvum) á síðasta ársfjórðungi.
Þessi þáttur er í Macland sem selur tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason. | |||
15 Oct 2021 | 289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur | 01:23:43 | |
289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur
Eru snjallperur besta inngangan í snjallheimilið? Eða eru það snjallofnarofar? Hvað eru tur og retur ofnar? Er eitthvað varið í ryksuguvélmenni? Eiga allir í Tæknivarpinu Dyson ryksugu? Hver er réttur fjöldi Dyson ryksuga til að eiga? N-1? Alexa, Google home eða Siri? Allt þetta með stofnanda Facebook hópsins honum Marinó Fannari. Svo er Apple kynning 18. október og Atli fær að renna yfir orðróma: Macbook Pro, Airpods 3 og Mac mini (og kannski iMac Plus). Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Sverrir Björgvinsson og Vöggur Mar. | |||
11 Aug 2022 | Vonbrigði í streymisheimi og ný íslensk bankaþjónusta | 01:07:09 | |
Í þættinum er meðal annars rætt um glóðvolga niðurstöðu Samsung Galaxy Unpacked, seinkun á komu HBO Max, breytt plön hjá hinu íslenska Netflix, fyrstu viðbrögð við beta-prófunum Indó bankaþjónustunnar og rafbíla. Sem fyrr fer umræðan um víðan völl og stundum út fyrir efnið. Tæknivarpið er í boði Macland. Stjórnendur þáttarins eru Andri Valur, Elmar, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar | |||
27 Sep 2023 | Heitir iPhone-símar og kaldir Android-símar | 01:00:55 | |
Það eru komin verð á iPhone 15 og iPhone 15 Pro á Íslandi en þeir virðast vera ofhitna aðeins. Pixel 8 og 8 Pro eru búnir að leka. Ljósleiðarinn fer líka í 10 gígabita. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Freyr og Gunnlaugur Reynir. Þessi þáttur er í boði TechSupport. | |||
11 Jan 2023 | CES2023: Þvagskynjari, bílar sem breyta um lit og Sony bíll | 01:46:27 | |
Mun gervigreind þvinga íslenska skóla til að endurskoða námshögun? Apple gæti mögulega gefið út sýndaveruleikagræju í ár, eða hvað? CES hátíðin er nýafstaðin og við gerðum upp nýtt og spennandi þaðan. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
28 Oct 2021 | 291 Rafbílavæðing Íslands og framtíð orkuskipta | 01:24:19 | |
Við förum yfir tæknifréttir vikunnar og fáum góðan gest í þáttinn til að ræða rafbílavæðingu Íslands hann Kolbein Marteinsson (Linked-In).
Fyrsta íslenska frétt vikunnar er einmitt rafbílafrétt því Tesla opnaði í vikunni ofurhleðslustöðvar á Akureyri. HR var hakkað og krefst óprúttinn aðili lausnargjalds fyrir gögn sem hann heldur í gíslingu. En ætlar HR að borga lausnargjaldið?
Þagnarbindi tækniumfjallara rofnuðu og fyrstu umsagnir Macbook Pro fartölva og Airpods 3 fylltu Youtube strauminn hans Atla. Macbook Pro afköst virðast fara fram úr væntingum og hentar vel fyrir þau sem vinna við myndvinnslu og efnisframleiðslu.
Svo fáum við þáttarbrjótanda fréttir: Airpods 3 heyrnatólin eru komin í sölu á Elko.is!!
Þessi þáttur er í boði Bruggstofunnar Honkítonk BBQ og Elko. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni. Stjórnendur eru: Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. | |||
23 Mar 2023 | ChatGPT talar íslensku, útrunnin rafræn skilríki og TikTok bann | 01:09:15 | |
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka. Við förum yfir fréttir síðustu þriggja vikna útaf sottlu. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Sverrisson (leikari). | |||
29 Aug 2024 | Apple orðrómar, nýir iPhone 16 símar og Haustráðstefna | 01:05:33 | |
Atli Stefán, Bjarni Ben og Gulli fara yfir orðróma fyrir Glowtime viðburð Apple sem verður 9. september og ræða Haustráðstefnu Advania sem verður í næstu viku. Það verður brátt uppselt þannig hlaupa kaupa! | |||
01 Mar 2023 | indó app-þróun og framtíðin | 00:55:14 | |
Við fengum góðan gest í þátt vikunnar frá indó: Þór Adam Rúnarsson forritara hjá indó, "ekki bankanum". indó er nýr sparisjóður á Íslandi sem býður upp á veltukort með debit-korti + Apple Pay + Google Pay. Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur. | |||
06 Oct 2023 | Pixel 8 símar, Pixel Watch 2 og Vivaldi á iOS | 01:01:16 | |
Vivaldi er loksins kominn út á iOS fyrir iPhone. Vodafone eflir samtengingar í Evrópu sem gagnast tölvuleikjaspilun. Kringlan gefur út rafræn gjafakort fyrir Wallet-lausnir Apple og Google. iPhone 15 vandamál halda áfram - en eru þetta raunverulega vandamál? Google kynnti nýja síma og snjallúr og Elmar er búinn að panta sér uppfærslur. | |||
07 Apr 2022 | 310 Hleðslukvíði burt með Buzz og Twitter íhugar edit takka | 01:04:24 | |
AtNorth lýsir yfir vilja til að byggja upp gagnaver rétt fyrir utan Akureyri. NFT grúppa hakkar Bjarta Framtíð á Twitter og dælir út auglýsingum. Buzz býður upp að kveða burt hleðslukvíða með leigu-rafhlöðum fyrir snjallsíma á vel völdum börum. Elon Musk kaupir stóran hlut í Twitter og hvað þýðir það? Twitter íhugar að bjóða upp á Edit takka. Það kemur út nýr Monkey Island tölvuleikur í ár, en sá síðasti kom út árið 2011. Netflix bætir við nýjum flokki eftir hugmynd Pete Davidson: short ass movies. Flokkurinn er með kvikmyndir undir 90 mínútum til að heilla yngri kynslóðir 💀 Atli fer svo aftur yfir næstu kaup, sem hafa ekki enn átt sér stað.
Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi. | |||
02 Jun 2022 | 315 WWDC orðrómar og Nova útboð | 01:20:03 | |
Það er óvenjumikið að frétta hér af Íslandi síðustu vikur: Nova er á leið í opið útboð, forsetinn fór út til BNA til að berjast fyrir íslensku ásamt flottu föruneyti, Sýn vill ekki eiga innviði enn vill byggja upp sæstrængjainnviði og CERT-IS varar við gömlum útrunnum lénum sem eru notuð til að hakka fólk (plís kveikið á tveggja þátta auðkenningum!). Google bakkar með að rukka Workspace fyrir þá einstaklinga sem nota sitt eigið lén til einkanota, Google Drive fær (loksins) afritunarflýtileiðir, OneNote fær yfirhalningu á næstunni, Ikea býr til Matter hub og app, lítið bassabox frá Sonos á leiðinni á viðráðanlegu verði, Microsoft styrkir sig í ARM-málum og gamalt sjónvarp slær út nettengingar heils þorps í Wales.
WWDC er svo í næstu viku og við fá Sigurð Stefán Flygenring í heimsókn til að kemba í gegnum orðróma um tæki og hugbúnað frá Apple.
Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur. Atli þurfti að bregða frá í lokin en Sigurður og Andri sáu um að klára orðrómana. | |||
29 Sep 2022 | Kindle með penna, Höddi Mac kveður og Pixel lekar | 01:23:46 | |
Google er að fara halda viðburð í október og það er eiginlega allt búið að leka. Pixel símarnir fá S-uppfærslu og nýja liti. Nýr netbeinir mögulega á leiðinni. Úrið sem var kynnt í sumar verður kynnt aftur. Gulli vill fá eitthvað bitastætt (left field) en það eru allar líkur á öðru. Amazon hélt sýna Kindle/Echo/Eero kynningu og það kom flóð af tækjum. Þar má helst nefna dagljósalampann Halo Rise (tenging við sjónvarpsþáttinn?) og Kindle Scribe sem er lesbók með e-Ink skjá sem styður penna (Remarkable). DallE er nú opið öllum og sumir segja að vondu róbotarnir munu stela vinnu af fólki. Logitech bjó til vélrænt lyklaborð fyrir Mac sem er mjög retro. Atli fékk loksins Airpods 3 heyrnatólin sín í hendurnar, sem voru 5-6 vikur úti í íslensku sumari og þau VIRKA.
Þessi þáttur er í boði Macland.is sem selur Apple tæki og KFC sem selur BOSS BACON sem Elmar elskar. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
10 Sep 2022 | Apple Watch Ultra, iPhone 14 plus og ný Airpods Pro | 01:42:02 | |
Apple hélt kynningu á miðvikudaginn, eins og svo oft áður á þessu tíma árs, og kynnti nýjasta nýtt í Apple þrennunni: iPhone, Watch og Airpods.
Þessi þáttur er í boði Macland, sem selur einmitt þessa svakalegu þrennu.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. | |||
18 Aug 2022 | Húðtóna heyrnatól frá Kardashian og Himnasendingar | 01:19:08 | |
Við förum um víða völl í þættinum, allt frá húðtóna heyrnatólum og að himnum. Kim Kardashian og Beats (Apple) þróa húðtónalituð heyrnatól frá Beats Fit Pro. Aha er víst byrjað að bjóða upp á drónaheimsendingar undir nafninu "Himnasending" en bara þegar veður leyfir. John Deere traktorar geta keyrt Doom, þrátt fyrir svæsið burn-in á skjánum. Android 13 er komið út, aðeins á undan áætlun. Samsung Galaxy Watch 5 er komið með dóma og þeir eru ekkert spes. En Samsung hittir í mark með 55" tölvuleikjaskjá sem er gersamlega sturlaður. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Elmar Torfa. | |||
28 Apr 2022 | 312 Snap býr til dróna og Pixel snjallúr fannst á víðavangi | 01:06:07 | |
ESB ætlar að gera það sem er ólöglegt í raunheimum einnig ólöglegt á netinu. Ríkið býður út tvo ljósleiðaraþræði í Nato-strengnum. Elon Musk klárar að fjármagna kaup á Twitter og mun að öllum líkindum eignast fyrirtækið innan skamms. Twitter oftaldi notendur í þrjú ár, en fattaði það sjálft og leiðrétti á uppgjörsfundi. Snap býr til drónamyndavél með tveimur linsum. Apple átti frábæran fjórðung og Mac-vörulínunni gengur mjög vel. ESB vill að Apple opni aðgang að NFC eiginleikum iPhone svo aðrar greiðslumiðlanir komist að. Apple Studio Display fær uppfærslu fyrir vefmyndavélina en er hún betri? Activision Blizzard yfirtakan hefur verið samþykkt af hluthöfum. Pixel snjallúr fannst á bar og það er mjög stutt í afhjúpum. Sony WH1000x fær víst mjög stóra útlitsuppfærslu samkvæmt lekum. Oneplus Nord N20 5G fær þokkalega dóma og er fínn 5G sími.
Þessi þáttur er í boði Macland, sem selur tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason. | |||
09 Jun 2022 | 316 “Ekki svört” Macbook Air og ný stýrikerfi | 01:32:21 | |
Apple hélt lykilræðu á WWDC tækniráðstefnunni á mánudaginn og kynnti fullt af uppfærslum fyrir stýrikerfin (en talaði ekkert um tvOS) og eitthvað af vélbúnaði. Nýr Apple örgjörvi M2, ný Macbook Air og “ný” Macbook Pro 13” og fullt af sniðugu fyrir iPadOS. Við rennum yfir það sem var kynnt mjög ítarlega ásamt Sigurði Flygenring.
Þessi þáttur er í boði Macland. Macland.is selur Apple tæki og aukahluti. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir | |||
09 Feb 2023 | Google Bard, Samsung Unpacked og 4000 slög á Twitter | 01:11:06 | |
UTmessan nýafstaðin, Origo stofnar menntunarsjóð fyrir starfsfólk, BagDrop.is tekur töskurnar fyrir þig upp á flugvöll, Samsung kynnir nýja síma og tölvur, Google Bard gervigreindin kynnt, Twitter vinnur 4000 slagna tístum og Nintendo Switch verður þriðja mest selda leikjatölvan. Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir | |||
20 Jan 2022 | 300 Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES sýning | 00:54:46 | |
Þá er Tæknivarpið loksins komið í rútínu og við fáum fyrsta fréttaþáttinn. Orion Sentry er eitt fyrsta íslenska Mac appið í langan tíma og reynir að koma í veg fyrir þjófnað á tölvum. Fjarskiptastofa vinnur í því að gera háhraðanet á þjóðvegum að kröfu. Vivaldi vafrinn er nú í boði á Astro Slide 5G nördasímanum. Það var brotist inn í tölvukerfi Strætó og þau ákváðu að borga ekki lausnargjald fyrir gögnin. CS:GO úrvalsdeild RÍSÍ heitir núna Ljósleiðaradeildinn. CES sýningin var í byrjun árs og telja gárungar að þetta sé líklega sú besta í mjög langan tíma. Við förum yfir það helsta þaðan eins og 55” tölvuskjá frá Samsung, 42” OLED sem sló í gegn og Freestyle skjávarpa sem er hægt að skrúfa upp í ljós. Stærsta frétt vikunnar er svo kaup Microsoft á Activision Blizzard fyrirtækinu upp fyrir fáranlega háa upphæð.
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason | |||
08 Jun 2023 | WWDC2023 - Apple Vision Pro, MacBook Air 15, Mac Pro og öll stýrikerfin uppfærð | 01:35:51 | |
Við rennum yfir lykilræðu Apple á WWDC 2023 ásamt Pétri Jónssyni og Bjarka Guðjónssyni - okkar eigið Pro-teymi ❤️ Stjórnendur eru Atli og Gulli. | |||
19 Nov 2022 | Inniskórnir hans Steve Jobs seldust fyrir 27 milljónir | 01:12:19 | |
Nýjustu fregnir af Twitter sem er auðvitað alelda, en við getum ekki hætt að fylgjast með. Rafeyriskauphöllinn FTX sprakk eftir áhlaup og talið er að 10 milljarðar USD hafi gufað upp. Atli byrjaði að prófa Arc-vafrann en fór svo að gera eitthvað annað af viti. Atli prófar Bose Quiet Comfort Earbuds II sem eru víst best í virkri hljóðeinangrun samkvæmt óháðum aðila.
Þessi þáttur er í boði Origo sem er halda opinn fyrirlestur um gagnaöryggi miðvkudaginn 30.nóv. Frítt inn: https://www.origo.is/vidburdir/gagnaoryggi
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir | |||
26 Jan 2023 | Ómönnuð sjóför, Netflix vangaveltur og greiðsluhættir í Kenía | 01:15:03 | |
Íslenska fyrirtækið Hefring smíðar tæknilausnir fyrir ómönnuð sjóför. Microsoft bilun hafði áhrif á hundruðir milljóna notenda. Discord er væntanlegt á PlayStation. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar. Stjórnendur þáttarins eru Andri Valur, Bjarni Ben og Sverrir Björgvinsson. | |||
27 Aug 2021 | 282 Sería 7 hefst! Samanbrjótanlegir Samsung og nýir Pixel símar | 01:24:11 | |
Afsakið biðina en sería 7 er hafin og við rennum yfir tæknifréttir sumarsins! Það gerðist alveg hellingur í sumar: ný tæki frá Samsung sem er hægt brjóta saman, ný Android Wear úr, Pixel 5a, Pixel 6 og 6 pro, Sonos vinnur áfanga í lögsókn sinni gegn Google, Apple fer að skanna iCloud myndefni fyrir barnakl*mi og Atli fékk að prófa Airpods Max heyrnatólin.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason. | |||
23 Apr 2022 | 311 Áskrifendum Netflix fækkar í fyrsta sinn | 01:27:24 | |
Nýtt íslenskt bílatryggingarfélag lítur dagsins ljós: Verna. Félagið ætlar að nýta sér snjalltæki til að lækka ábyrgðir. Sjálftitlaði Technoking Teslu og stórfjárfestirinn Elon Musk er að reyna kaupa Twitter, en á hann peninga fyrir því? Steam Deck dokkan er ekki einu sinni komin út en það er búið að uppfæra hana. Playdate leikjatölvan er komin út og það rigna inn umfjallanir. Verður þetta fimmtándi vettvangurinn sem Gulli kaupir sér GTA5? Magsafe rafhlaðan fær uppfærslu og hleður nú hraðar! Homepod hátalarar hækka í verði eftir að framleiðslu var hætt. Netflix áskrifendur fækkar í sinn og það er komin ólga á streymiveitumarkaðinn. CNN+ streymiveitan lögð niður eftir einungis mánuð í loftinu.
Þessi þáttur er í boði Macland.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson | |||
04 Mar 2022 | 306 Krónan uppgvötar vefinn og Tesla bíll bilar í polli | 00:56:45 | |
Certís netöryggissveit Fjarskiptastofu sendir frá sér viðvörun vegna stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og biður íslenskt fyrirtæki um að herða ólina. Krónan er að prufukeyra beta útgáfu af vefverslun, en fram að þessu hefur Krónan einungis boðið upp á app. Tesla Model Y keyrði í poll og dó rafhlaðan skömmu síðar. Þola Tesla bílar ekki erfiðar aðstæður hér á Íslandi? Gulli keypti sér töfratæki sem hefur umbylt heimili hans: rafmagnsskæri. Rivian rafbílasprotinn hækkar verð ógætilega og ýtir þeim að forpöntunum. Stríðið í Úkraínu hefur ekki bara áhrif á netöryggi, heldur einnig örgjörvaframleiðslu heimsins sem var nú þegar á slæmum stað. Apple sendi út boð fyrir viðburð sem á sér stað 8. mars næstkomandi og við rennum (aftur) yfir orðróma. Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson. | |||
28 Apr 2023 | Apple Reality, WWDC og NAS pælingar | 01:07:39 | |
Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson komu saman og ræddu Apple Reality höfuðtólið sem verður líklega kynnt í sumar, helstu orðróma varðandi WWDC ráðstefnu Apple sem verður 5.-9. júní. | |||
13 Oct 2022 | iPhone 14 Plus umfjallanir og nýjar vörur frá Microsoft | 01:28:53 | |
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn mætti hafa enska boltann í stórum heildarpakka. iPhone 14 Plus umfjallanir eru komnar út. Microsoft var með ágætis viðburð og margt fleira. Umsjónarmenn þáttarins er Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björgvinsson og Elmar Torfason. Þessi þáttur er í boði Macland og KFC. Macland.is selur Apple tæki og KFC er með B.O.S.S. BACON máltíð . | |||
14 Sep 2023 | iPhone nú í títan og umhverfisvænari Apple | 01:37:15 | |
Atli Stefán og Gunnlaugur fá Bjarka Guðjónsson og Pétur Jónsson í settið til að ræða tímamóta kynningu Apple á iPhone 15 línunni, Watch Series 9 og Watch Ultra 2. Þessi þáttur er í boði TechSupport sem styður íslensk fyrirtæki og stofnanir í upplýsingatækni. | |||
17 May 2024 | Nýjar iPad spjaldtölvur og 121x AI | 01:22:53 | |
Atli, Gulli og Elmar fara yfir fréttir MÁNAÐARINS. iPad Pro M4, iPad Air M2 og Apple Pencil Pro. Google IO. | |||
24 May 2023 | Microsoft Build, Hot Desking og Motorola ThinkPhone | 01:00:00 | |
Skýrsla Fjarskiptastofu um fjarskiptamarkaðinn kom út um daginn og Nova gerði hana upp. Microsoft Build var að klárast og setti met í því hversu oft stafirnir A og I voru sagði upphátt. Tæknivarpið fær að prófa Gripið & Greitt og Gulli verslar í Næra. Fujifilm gaf út nýja myndavél og Atli ætlar að panta. Netflix herjar á samnýtingu aðganga og byrjar í BNA. HBO Max verður.. Max. Stjórnendur þetta skiptið eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Þessi þáttur er í boði TechSupport. | |||
16 Sep 2021 | 285 Kraftlaus Apple kynning | 01:15:18 | |
Apple hélt kynningu á þriðjudaginn og kynnti nýjar vörur:
Við rennum yfir kynninguna í tímaröð með draumaliðinu. Þessi þáttur Tæknivarpsins er í boði Elko. Elko býður upp á 30 daga skilarétt af (næstum því) öllu, engar spurningar og endurgreitt ef þú vilt 💵 Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Gestir okkar eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson. | |||
09 Mar 2023 | Starlink-netið óstöðugt og Musk rekur (ekki?) mann ársins | 01:06:00 | |
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka. Starlink hefur verið prófað af netnördum Íslands og Sensa í rigningu, roki og logni. Sensa tók sitt próf saman í grein. Elon Musk, smaragðarnámuerfingi, rak eða rak ekki mann ársins í fyrra: Harald Þorleifsson. Svokölluð Schrödinger-uppsögn. Við rekjum upp einn áhugaverðasta Twitter-storm ársins í þættinum. MWC snjalltækja-ráðstefnan var haldin í febrúar og við fjöllum ný spennandi tæki sem voru sýnd þar. Microsoft er að opna á Game Pass fyrir XBox og Windows-tölvur. iOS 16,4 er á leiðinni og er með djúsí fídusa. Twitter setur tveggja þátta auðkenningu bakvið gjaldvegg, en það er víst bara SMS-leiðin ekki öppin. Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán. | |||
25 Nov 2021 | 295 Rafræn skilríki fyrir klám | 01:16:35 | |
Á dögunum fór hátt í fjölmiðlum umræða um klámnotkun barna og hvort hægt væri að krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum til að skoða klám. Um þetta er fjallað í þætti dagsins og hvort þetta sé raunhæf leið og líkleg til árangurs. Einnig ræddu þáttastjórnendur um sölu innviða fjarskiptafyrirtækja, Svartan fössara í Elko, tískustrauma unga fólksins, Pixel 6a leka og ónothæfa Tesla bíla. Að síðustu var rætt um nýjasta snjalllásinn á heimilum þáttastjórnenda.
Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Andri Valur, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson | |||
17 Dec 2022 | Fleiri App Store verslanir á iOS og græjujólin 2022 | 01:13:44 | |
Tæknivarpið fer ofan í saumana á máli Nova sem úthlutaði óvart símanúmeri sem var í notkun til til annars viðskiptavinar. Einnig er farið yfir helstu mál síðustu vikna, Spotify wrapped, Domino's wrapped, Xiaomi 13 símann og möguleikann á fleiri App Store verslunum í iOS heimi. Síðast en ekki síst, þá ræða stjórnendur þáttarins bestu jólagjafir ársins í heimi tækninnar. Stjórnendur eru Atli Stefán Yngvason, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson. | |||
28 Jan 2022 | 301 Persónuvernd og tækni + fréttir vikunnar | 01:23:21 | |
Gleðilegan alþjóðlegan Persónuverndardag! Í tilefni dagsins fáum við til okkar hana Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd til að ræða persónuvernd í tækni. Að því loknu förum við yfir tæknifréttir vikunnar. Eru markaðshrun Netflix og Peleton vísar að stærra hruni eða gekk bara aðeins of vel? Intel er að reisa 20 milljarða dollara verksmiðjur í Ohio en til hvers? Samsung Unpacked lék eiginlega í heild sinni út og við fáum að sjá alla næstu síma Samsung áður en þeir eru kynntir. Samsung hefur aldrei gengið eins vel og sló hagnaðarmet sín. Cybertruck hefur opinberlega verið seinkað til 2023 og Áslaug systir Atla er vonsvikin.
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Freyr. | |||
22 Oct 2021 | 290 Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar | 01:28:55 | |
Apple og Google héldu bæði kynningu í vikunni og það er hátíð hjá okkur! Apple kynnti nýja liti fyrir Homepod mini, þannig hann virðist vera seljast eitthvað. Airpods 3 ný, endurhönnuð og með Spatial Audio á sama verði (179 USD). Tvær nýjar Macbook Pro tölvur: 14” og 16” með M1 Pro og M1 Max kubbasettum/örgjörvum. En hvaða raufar eru á þeim? Google hélt flotta kynningu og það eru tveir nýir Pixel símar: 6 og 6 Pro. Hvorn Pixel pantaði Elmar? Þessi þáttur er í boði Elko og Bruggstofunnar. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar. | |||
11 Nov 2022 | Sýndarveruleiki með Hilmari Gunnarssyni frá Arkio | 00:56:06 | |
Þessi þáttur á sér varla stoð í raunveruleikanum og við ferðumst um sýndarheima með Hilmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Arkio. Arkio vakti athygli á heimsvísu á kynningu Meta um daginn, þar sem var farið yfir framtíðarsýn Metu í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio er sköpunartól fyrir arkitekta og getur hannað alls konar rými og landslag. Arkio virkar bæði í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio og Meta eru í þróunarsamstarfi og sýndi Hilmar okkur nýja Quest Pro höfuðtólið. Hilmar er líka fyrsti maðurinn sem við höfum hitt sem fallbeygir Meta.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Vöggur Guðmundsson. | |||
18 Nov 2021 | 294 Icelandverse, Tiro talgreinir og Spotify íhugar hljóðbækur | 01:18:06 | |
Íslandsstofa sló í gegn með Icelandverse markaðsaðgerðinni í síðustu viku og fór um víðan völl. En hvað fannst Mosa? Tiro er talgreinir sem skilur íslensku og virðist svínvirka. Apple svignar undan þrýstingi og opnar á tól sín fyrir viðgerðir einstaklinga, sem hafa verið fram að þessu einungis verið í boði fyrir vottuð verkstæði eins og Macland. Youtube ætlar að fela “dislike” teljarann en heldur áfram að taka á móti þeim og Atli klórar sér bara í hausnum. Spotify fikrar sig í önnur viðskiptatækifæri og kaupir fyrirtæki sem styður við hljóðbókagerð. Einnig þá er Spotify að rúlla út nýjum textafídus þannig þú getur raulað með uppáhaldslaginu þínu. Fujifilm bjó til fallega Instax myndavél og Atli er slefandi. Pixel 6 styður víst bara 22W hleðslu og nördar eru reiðir (en þeir misskildu víst). Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi. Þessi þáttur er í boði Elko, Macland og Bruggstofunar + Honkítonk BBQ. | |||
18 Jun 2024 | WWDC 2024 - Apple uppgvötar gervigreind | 01:31:08 | |
WWDC 2024 - uppskera hugbúnaðarþróunar Apple er nýlega afstaðin og Andri, Atli og Gulli gera hana upp. | |||
09 Dec 2021 | 297 Tómir rafbílar teppa götur í Noregi og ljótar Macbook Pro tölvur | 01:08:09 | |
Jólin nálgast og því skelltum við í létta umræðu um jólagjafir árins. Lofsöngvar voru sungnir um nýju ljótu tölvuna hans Mosa og brátt kemur Pixel úrið sem mun gera Elmar að hræsnara. Að lokum ræddum við stærsta vandamálið í Noregi um þessar stundir þar sem rafmagnslausir rafbílar virðast vera að teppa allar götur eftir síðasta kuldakast
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko.
Stjórnendur í þætti 297 eru Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir, Marinó Fannar Pálsson og Mosi. | |||
03 Feb 2023 | Bálkakeðjutölvuleikir, Gametíví og Formúla 1 með Kristjáni Einari | 01:08:29 | |
Kristján Einar Kristjánsson var gestur okkar þetta skiptið og sagði okkur frá Civitas sem er nýr íslenskur tölvuleikur í vinnslu sem er byggður á bálkakeðju. Ásamt því ræddum við um Gametíví og tækni sem var þróuð í Formúlu 1 sem við nýtum í hversdaglegum græjum. Stjórnendur þáttarins eru Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.
| |||
10 Apr 2024 | Amazon Fresh gervigreindin var í raun 1000 verktakar á Indlandi | 01:10:11 | |
Atli, Elmar og Gulli renna fyrir fréttir vikunnar í tækniheiminum: Amazon Just Walk Out þjónustan lögð niður Facebook Messenger skilaboðaþjónusta dulkóðuð alla leið Íslensk tónlist hent útaf TikTok | |||
24 Sep 2021 | 286 Eitt hleðslutæki fyrir alla snjallsíma | 00:53:34 | |
Gulli vinnur veðmál við Sverrir, Kristján lærir muninn á þeir og þeim. Mosi fræðir okkur um GPS kattaól og Elmar kynnir okkur fyrir vel peppaðri kynningu hjá Microsoft. Stjórnendur eru Sverrir (https://twitter.com/sverrirp), Elmar Torfason https://twitter.com/elmarinn, Mosi (https://twitter.com/egillm) og Kristján Thors (https://twitter.com/kristjanthors). Þátturinn er í boði Elko sem býður upp á á 30 daga verðöryggi. Ef þú kaupir vöru í ELKO og ELKO lækkar verðið innan 30 daga frá kaupum þá geturðu fengið mismuninn endurgreiddan. Sjá meira á https://elko.is/brostrygging | |||
15 May 2022 | 314 iPod lagður til grafar og fullt af tækjum frá Google | 01:01:53 | |
Nýjasti þátturinn af “Er Elon Musk búinn að kaupa Twitter” heldur áfram að fjalla um hvort Elon Musk sé búinn að kaupa Twitter. Apple hættir framleiðslu iPod eftir 21 ár. Google kynnti fullt af nýjum tækjum og tækni á Google I/O og Elmar er orðinn staurblankur.
Þessi þáttur er í boði Macland, Kringlunni. Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
13 Mar 2024 | MacBook Air M3 og DMA tekur gildi | 01:04:55 | |
Andri, Atli og Gulli taka um tæknifréttir vikunnar. | |||
29 Oct 2022 | Elon Musk kaupir Twitter og vangaveltur um nýja iPad | 01:16:33 | |
Kaupin á Twitter gengu í gegn í vikunni og fyrsta verk Elon Musk var að reka nokkra stjórnendur. En hvers vegna var hann að kaupa Twitter? Gulli er handviss um að 10 kynslóð af iPad sé grunntýpan. Við ræddum til hvers fólk kaupir iPad og hvaða týpu þú átt að velja. Þátturinn er í boði KFC sem selur B.O.S.S. Bacon máltíð. Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors og Valtýr Bjarki. | |||
30 Nov 2022 | Rafræn skilríki og eSim, sterkara Gorilla Glass og niðurgreiðslur rafbíla | 01:11:33 | |
Ríkið ætlar að fjarlægja fjöldakvóta fyrir niðurgreiðslur rafbíla á næsta ári, en minnka aðeins niðurgreiðsluna. Samsung ætlar að kynna S23 í febrúar. Twitter lak út 5,4 milljón aðgöngum ásamt símanúmerum. Corning er að búa til nýtt högghelt gler fyrir snjallsíma sem þolir 1 metra fall á steypu. Eufy lendir í alvarlegum öryggisgalla, sem var tilkynntur og gerði ekkert. Við förum svo í gegnum spurningar af Twitter og ræðum eSim og rafræn skilríki.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir | |||
22 Feb 2024 | Apple Vision Pro komið til Íslands | 01:18:13 | |
Atli, Bjarni og Gulli fjalla um tæknifréttir síðustu þriggja mánaða 🫣 | |||
11 Jun 2021 | 281 WWDC2021 samantekt | 01:35:43 | |
Apple heldur sína árlegu tækniráðstefnu í vikunni og byrjaði hana á mánudaginn með upptekinni lykilræðu þar sem starfsfólk rennur yfir það nýjasta í stýrikerfum Apple. Ráðstefnan var sneisafull af hugbúnaðaruppfærslum en ekkert bólaði á nýjum Macbook Pro tölvum sem mörg áttu von á. Einnig var lítið að frétta af öflugum tólum fyrir nýjar iPad Pro tölvur.
Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán. Við fáum til okkar góðan gest hann Sigurð Stefán Flygenring frá Macland til að fara yfir þetta með okkur. | |||
20 Mar 2022 | 308 Rafræn skilríki misnotuð og Netflix hækkar verð | 00:57:07 | |
Það eru fregnir af alvarlegri misnotkun rafrænna skilríkja hjá tveimur aðilum í kringum áttrætt. En þýðir það að rafræn skilríki séu hættuleg eða ónothæf? Mac Studio og Studio Display verð eru komin hjá Macland og við rennum vel yfir þau. Mun Atli kaupa sér eitt sett? Við förum einnig yfir umfjallanir á settinu hjá kollegum okkar. Netflix hækkar verð á áskriftum OG herjar á þau sem deila aðgangi án þess að kaupa sér stærri pakka. Við förum snögglega yfir það sem kom fram á MWC og eitt það áhugaverðasta þar er Thinkpad tölva með ARM örgjörva. Dieter Bohn, ein sá vinsælasti í tæknifjöllunum, lætur af störfum hjá The Verge og kveðjum við hann með trega. Overwatch 2 fer í beta-prófanir 26. apríl og fólk fær póst um að skrá sig.
Þessi þáttur er í boði Macland.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Kristján Thors og Vöggur. | |||
15 Jan 2024 | Þáttur ársins 2023 | 02:29:01 | |
Tæknivarpið kallar alla meðlimi út til að gera upp árið 2023 í tækni. Hvað er app árisns? Hver eru bestu tæknikaup ársins? Hver er sími ársins? Það og svo miklu meira í þætti ársins. | |||
19 Aug 2023 | Tæknivarpið snýr aftur - Microsoft Loop og Limir í leikjum | 00:50:27 | |
Atli Stefán (kvefaður), Bjarni Ben Loopari og Elmar Torfa ræsa Tæknivarpið þetta haustið og við lofum góðri umræðu um limi í tölvuleikjum og nýjasta nýtt í samvinnuhugbúnaði. Þessi þáttur er í boði TechSupport.is | |||
05 Aug 2022 | Ljósleiðarinn flýtir uppbyggingu og skjálftar í Android | 01:14:36 | |
Þau sem eiga Android síma sem er vel uppfærður geta fengið jarðskjálftatilkynningar beint í símann. Stýrikerfið fær gögn úr hröðunarmælum Android síma og vinnur úr þeim tilkynningu sem giskar á stað og Richter-stuðul. Heiðar Guðjónsson hefur verið keyptur út úr Sýn en er þetta hluti af stærri fléttu? Ljósleiðarinn flýtir fyrir uppbyggingu sinni í samstarfi við Nova. Macbook Air M2 býður afhroðs á YouTube og fær slæm viðbrögð vegna ofhitnunar og aðeins hægari geymsluplássi. En eiga viðbrögð rétt á sér? Pixel 6a fór í sölu og fær glimrandi dóma þrátt fyrir eldgamla linsu. Nothing Phone (1) fór í forsölu og fékk ekkert svo góða dóma. En hann er öðruvísi í heimi leiðinlegra síma. Talandi um aðra skemmtilega síma: það er loksins kominn smár Android sími sem er ekki með drasl innvolsi! Asus Zenfone 9. Atli er búinn að prófa Sony XM5 og Linkbuds, og er mjög hrifinn. Þessi þáttur er í boði Macland 🍏 Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson | |||
13 Sep 2022 | Mintum rafkrónur í betaprófun, VoWiFi hjá Nova og bestu sjónvarpskaupin | 01:41:28 | |
Börkur Jónsson, einn af stofnendum Rafmyntasjóðs Íslands og http://mintum.is, mætti í heimsókn og sagði frá nýjung á sviði rafmynta á Íslandi. Í fréttum vikunnar var farið yfir nýjungar frá Sonos, símtöl yfir þráðlaust net hjá Nova og að lokum var spurningum hlustenda svarað. Þátturinn er í boði Macland sem kemur með iPhone 14 og iPhone 14 Pro í forsölu 16. september. Þátturinn er einnig í boði KFC sem býður upp á B.O.S.S. Bacon máltið á aðeins 0,00072 Bitcoin eða 2.099 rafkrónur (ISKT). Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben og Marinó Fannar. | |||
05 May 2023 | Guðfaðir gervigreindar hættir í fússi og hlutafjáraukning Ljósleiðarans | 01:03:30 | |
Gunnlaugur, Atli Stefán og Mosi ræða fréttir vikunnar:
Þessi þáttur er í boði TechSupport sem lánar okkur upptökustað 💜
| |||
03 Apr 2023 | Hopp og Hopon á leigubílamarkað | 01:04:42 | |
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banki. Ný löggjöf um leigubílaþjónustu tók gildi fyrsta apríl. Hopp stofnaði leigubílaþjónustu, og nýtt fyrirtæki, Hopon ætlar líka að vera með til að Uber-væða íslenskt samfélag Svo er snert á því hvaða matvörubúð á Íslandi sé best og hvers vegna. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Egill Moran Friðriksson (Mosi) og Elmar Torfason. | |||
12 Apr 2023 | Páskavarp Tæknivarpsins | 01:14:22 | |
Flugur.is hjálpuðu okkur að gera þennan þátt að veruleika. Svikapóstar sem eru ekki frá ríkislögreglustjóra, endurhlaðanlegar rafhlöður, páskaegg og ný OnePlus spjaldtölva eru meðal umræðu dagsins. Einnig segja þáttastjórnendur frá því hvaða áskriftir þeir eru með þessa dagana með að streymisveitum.
Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson. | |||
11 Nov 2021 | 293 Steam Deck leikjatölvunni seinkar og Pixel 6 Pro lentur | 01:12:25 | |
Mannvirkjaskrá kemst á netið og verður stafræn. Sýn fer í færsluhirðingu eða posaleigu. Húsasmiðjan bjó til app og er með einhverja útgáfu af “skannað & skundað”. Steam Deck leikjatölvunni hefur verið seinkað sem kemur ekkert sérlega á óvart. Microsoft býr til Chromebook “killer” til að komast inn í skólastofurnar í Bandaríkjunum. Næstu örgjörvar Apple halda áfram að leka. Elmar fjallar um sín fyrstu viðbrögð við Pixel 6 Pro símanum.
Þessi þáttur er í boði Elko, Macland, og Bruggstofunnar + Honkítonk BBQ. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
08 Jan 2023 | Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022 | 02:38:29 | |
Við erum komnir úr jólafríi! Tæknivarpið fjölmennti og fór yfir árið 2022 í tækni.
Stjórnendur: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Vöggur Mar og Sverrir Björgvins. | |||
09 Mar 2022 | 307 Loksins Apple skjár og M1 Ultra örgjörvi | 01:23:05 | |
Tæknivarpið rennir yfir það besta úr kynningu Apple sem fór fram í gær af upptöku og til þess fáum við draumaliðið í settið. Pétur Jónsson og Hörður Ágústsson mæta og segja okkur sannleikann um ný tæki frá Apple. Apple kynnti nýja liti fyrir iPhone 13 og 13 Pro, iPhone SE símann, iPad Air spjaldtölvuna, M1 Ultra örgjörvann, Mac Studio borðtölvuna og Studio Display skjáinn. Þessi þáttur er í boði Macland sem mun selja þessi tæki strax og það getur! Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. | |||
10 Oct 2021 | 287 Amazon Echo fyrir börn og framtíð rafíþrótta | 01:30:08 | |
Krónan er kominn með nýjan tæknifídus í appið sitt: Skannað og skundað. Svarmi ætlar að nýta sér Strætó til að hlaða dróna til að taka fullt af myndefni og fleira sniðugt. Sonos Beam hljóðstöngin fékk smá uppfærslu og styður núna Dolby Atmos (eiginlega). Amazon kynnti slatta af nýjum vélbúnaði og þá meðal annars Echo hátalara fyrir börn og Mikka Mús stand fyrir Echo Show. Bose QuietComfort 45 fá góða dóma og halda sínum þægindatitli. Apple Watch virðist geta spottað hjartsláttartruflanir samkvæmt nýlegri rannsókn, en gerir það eitthvað fyrir okkur?
Við fengum góðan gest í þáttinn hann Ólaf Hrafn Steinarsson sem er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (https://www.rafithrottir.is) og við fáum að fræðast um stöðu rafíþrótta á Íslandi. Einn ræðum við nýjasta CS:GO kortið sem er klárlega á Íslandi 🇮🇸
Þessi þáttur er í boði Elko sem er að halda firmamót í Rocket League, CSO:GO og FIFA21 tölvuleikjunum. Setjið saman lið á ykkar vinnustað og skráið ykkur á mótið! https://www.rafithrottir.is/firmamot
Þessi þáttur er einnig í boði Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ veitingastaðarins. Þar er hægt að fá dýrindis grillmat og ferska drykki. https://www.bruggstofan.com
Stjórnendur eru Atli Stefán (https://twitter.com/atliy) og Bjarni Ben (https://twitter.com/bjarniben). | |||
02 Sep 2021 | 283 HBO Max til Íslands og Strætó Klapp | 01:16:16 | |
Strætó er komið með nýtt greiðslukerfi sem heitir Klapp, en hvernig virkar það? HBO Max kemur til Íslands von bráðar, en hvenær? Er hleðsluvandi fyrir rafbíla á Íslandi? Síminn tengdi fyrsta heimilið í gegnum kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur eftir eins árs innleiðingu. PT Capital kaupir restina af Nova frá Björgólfi Thor og er þá orðið 100% Alaskan. Windows 11 kemur út , sem átti aldrei að koma út. Ný Bose Quiet Comfort heyrnatól: QC45 sem taka við af QC35 II. Svo rennum við yfir alla orðróma fyrir Apple kynningarnar í haust.
Þessi þáttur er í boði Haustráðstefnu Advania sem verður haldin daga 9 og 10. september. Sjá meira á http://haustradstefna.is
Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
27 Feb 2023 | Nýtt frá Sonos lekur (aftur) og Starlink opnar á Ísland | 00:57:23 | |
Starlink opnar á Íslandi, íslenskir netþrjótar ryðja sér til rúms, Sonos hátalarar leka (aftur), Meta býður upp á áskriftir til að tryggja öryggi persónulegs auðkennis og Bing gervigreindin Sydney er dóni. Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. | |||
21 Aug 2024 | Google Pixel 9 Pro Fold - stutt og laggott nafn | 00:50:25 | |
Við erum komnir úr mjög löngu sumarfríi og byrjum með látum. Fullt af Pixel fréttum, Crowdstrike klúðrið og fleira með Atla, Elmari og Gulla. | |||
15 Nov 2023 | Nothing hakkar Apple og gervigreindarnæla | 01:10:48 | |
Nothing er búið að hakka Apple Messages þannig að það virki á Android símanum sínum Phone (2). Humane kynnir gervigreindarnælu "AI pin" sem kostar 800 USD og kemur kannski einhvern tímann út. | |||
02 Mar 2024 | Apple Vision Pro sýndarsjáin prófuð og MWC | 01:13:32 | |
Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa og Gulli Sverris spjalla um fréttir vikunnar og ferð Elmars til Barcelona á MWC. | |||
10 Sep 2021 | 284 - Kaffi greitt með Bitcoin og stærsta rafíþróttamót heims á Íslandi | 01:17:56 | |
Stærsta rafíþróttamót í heimi verður haldið á Íslandi, Apple kynnir nýja síma 14. september og Microsoft kynnir nýjar Surface græjur 22. september. Ray-Ban og Facebook kynntu samstarf á meðan þátturinn var í upptöku og Sverrir ætlar að vera einn af þeim fyrstu til að kaupa Ray-Ban Stories gleraugun. Andri fjallaði um El Salvador sem viðurkenndi Bitcoin sem lögeyri.
Þátturinn er í boði Elko sem býður upp á á 30 daga skilarétt. Það má skipta um skoðun. Sjá meira á https://elko.is/skilarettur Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson. | |||
15 May 2023 | Staða bókarinnar með Margréti Tryggvadóttur | 00:50:21 | |
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, mætti í Tæknivarpið og ræddi stöðu bókarinnar í breyttu landslagi. Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson. | |||
21 Oct 2023 | Framtíðin er 5,5G, Meta Quest 3 og snjallsólgleraugu | 00:42:31 | |
Atli fer yfir framtíðina í farnetum og segir frá ferð sinni til Dubai á 5.5G ráðstefnu Huawei. Meta gefur út nýja sýndarsjá og snjallsólgleraugu. Pixel 8 dómar raðast inn og eru nokkuð jákvæðir. | |||
12 Feb 2022 | 303 Galaxy S22, Tab S8 og hrun hjá Meta | 01:04:41 | |
Sigurveri Gulleggsins þetta skiptið er app fyrir þolendur ofbeldis sem geta haldið utan um sögu þess. Appið heitir Lilja og er nú verið að sækjast eftir fjármagni til að koma því í gagnið. Óvinsæli vafrinn Microsoft Edge býður nú upp á íslenskan talgervil sem getur lesið upp texta af vefsíðum. Smáforritið heitir Guðrún (Gudrun) og er í boði núna. Icelandic Gaming Industry spáir því að störf hjá öðrum í CCP í bransanum nái loks meirihluta á næsta ári. Samsung hélt Galaxy Unpacked kynningu í vikunni og kynnti nýjar vörur: þrjá nýja S-línu síma og þrjár spjaldtölvur. Spotify er í óðaönn að fjarlægja efni sem stuðar og horfið hafa fjölmargir Joe Rogan þættir. Meta hrynur í verði vegna slæms árangurs samkvæmt uppgjöri og bendir Meta meðal annars á Apple. Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason | |||
19 Jul 2023 | Threads, forkæling bíla og 5K tölvuskjáir | 00:59:44 | |
Atli, Gulli og Sverrir taka frí frá sumarfríinu og renna yfir tæknifréttir sumarsins. Þessi þáttur er í boði TechSupport. | |||
09 Oct 2022 | Google leggur Stadia á hilluna og gott Tempo hjá Origo | 01:06:34 | |
Farið er yfir tæknifréttir vikunnar; sala Origo á Tempo, nýr forstjóri Sýnar og USB-C reglur Evrópusambandsins. Elmar búinn að panta nýjan Pixel síma sem Google kynnti í vikunni og Sverrir segir frá bestu leiðinni fyrir gagnamagn í Bandaríkjunum. Þessi þáttur er í boði Macland og KFC. Macland.is selur Apple tæki og KFC er með B.O.S.S. BACON máltíð . Stjórnendur eru Andri Valur, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson | |||
16 Jan 2022 | 299 - Þáttur ársins 2021 | 03:18:50 | |
Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega útaf sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn bakvið Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýju tækni og tækjum á árinu sem var að líða. Flokkarnir eru eftirfarandi:
Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻
| |||
10 Nov 2023 | Hryllilega hraðar M3 flögur og Meta áskrift | 01:07:47 | |
Apple kynnti nýja línu af flögum: M3, uppfærðar MacBook Pro og iMac 24. Stærsta fréttin er samt mögulega nýr litur 🖤 Qualcomm er með nýja flögulínu sem heitir Oryon sem á að keppa beint við Apple Silicon, og er hraðari en M3 en notar talsvert meira rafmagn (líklega 2x!). Hringdu lenti í hrappara sem náði að svíkja út rafræn skilríki hjá öðrum manni, en tilkynnti hann og náði að koma í veg fyrir mikinn skaða. Meta býður nú upp á áskriftir fyrir Facebook og Instagram - greiddu €15 á mánuði og slepptu auglýsingum. Ætlar þú að kaupa? | |||
29 May 2021 | 279: Nýtt Apple TV með betri fjarstýringu | 01:05:53 | |
Apple gaf nýverið út nýtt Apple TV, sem styður 4K og HDR með mikilli endurnýjunartíðni (e. /high frame rate/). Tækið kom út á sama tíma út um allan heim, og skartar nýrri fjarstýringu, sem er mun betri en forverinn. WWDC ráðstefnan hjá Apple hefst mánudaginn 7. júní næstkomandi. Svo er íslenska hornið og sporthornið að sjálfsögðu á sínum stað. Stjórnendur í þætti 279 eru Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Sverrir Björgvinsson og Bjarni Ben. | |||
12 Sep 2024 | Apple veisla - iPhone 16, Airpods 4 og Watch S10 | 01:09:50 | |
Atli, Gulli og Mosi renna yfir nýjar Apple vörur sem er von á í haust. | |||
16 Jun 2022 | 317 Gervigreind með sál og Landspítala app | 01:16:18 | |
Við erum ekki dauðir úr öllum æðum og bættum við okkur alla vega einum þætti í viðbót þetta sumar. Enda er líka fullt að frétta:
Þessi þáttur er í boði Macland 🍏 Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Marinó Fannar Pálsson.
| |||
28 Aug 2022 | iPhone 14 er handan við hornið | 01:41:26 | |
Apple kynnir nýjan iPhone og annað góðgæti þann 7. september næstkomandi. Í sömu viku heldur Advania sína árlegu haustráðstefnu sína. Stjórnendur reyna svo að skera úr um það hvort hljóðskilaboð séu snilld eða ekki. Að endingu þá er #SpurðuTæknivarpið svo á sínum stað. Þessi þáttur er í boði Macland. Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Sverrir Björgvinsson og Elmar Torfason. | |||
03 Jun 2021 | 280 Twitter áskrift og Windows 11 á leiðinni | 01:06:36 | |
Það er fullt af íslenskum nýsköpunarfréttum: Greenfo er sproti sem hjálpar fyrirtækjum að reikna umhverfisspor sitt með það markmið að ná því niður, Startup Supernova kynnir topp 9 listann sinn eftir að hafa valið úr 82 umsóknum. Ríkið hefur opnað vefinn Vegvísir.is sem gerir upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir á vegum samgönguráðuneytis og sveitarfélaga aðgengilengri.
Twitter býður nú upp á áskriftarmöguleika í Kanada og Ástralíu sem heitir Twitter Blue og við rennum yfir kosti hennar. Spoiler alert: enginn af okkar ætlar að kaupa hana.
Microsoft virðist vera alveg við það að kynna nýtt Windows (11) miðað við tíst frá Windows aðgangi þeirra. Takið frá 24. júní og fylgist með. https://twitter.com/Windows/status/1400125115765907458
Pixelbuds A eru komin í sölu og eru ódýrari Pixelbuds byggð á fyrri hönnun. Google tekur út þráðlausa hleðslu og snertitakka fyrir hljóðstyrk.
Stjórnendur í þætti 280 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Kristján Thors. | |||
16 May 2023 | Google I/O og Bónus: Gripið og Greitt | 01:13:26 | |
- ATT.is og Game Stöðin loka verslunum sínum. - Bónus kynnir EKKi gripið og greitt. - Wolt hefur starfsemi á Íslandi. - Google I/O er rætt, sem fór fram í síðustu viku. - Twitter kynnir nýjan forstjóra Umjsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Egill Moran Friðriksson (Mosi), Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson. | |||
05 Nov 2022 | Ísland slugsar í netöryggi | 00:53:54 | |
Nýsköpunarráðherra Íslands boðar aðgerðir í netöryggismálum landsins. Ný fjölmiðlalög eru á leiðinni til að skerpa á því efni sem nær augum barna á streymiveitum. VanMoof kynnir tvö ný rafhjól sem styðja Find My og bætta þjófavörn. Sega ætlar að búa til tvær mini-leikjatölvur: Genesis mini 2 og Astro Mini City V (sem lítur út eins og leikjakassi) með retro-tölvuleikjum. Netflix er búið að afhjúpa verð á áskrift með auglýsingum en ekki fyrir Íslendinga. Samsung Odyssey Ark fær hræðilega dóma og er mjög dýr. Musk er búinn að reka hálft Twitter og auglýsendur virðast vera flýja.
Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum. Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason. | |||
19 Feb 2022 | 304 TVíK kennir íslensku og Indó fær leyfi | 00:58:29 | |
TVíK hreppti víst fyrsta sætið í Gullegginu með spjallmenni sem kennir þér íslensku á nýjum stað á lærdómskúrvunni. Fjarskiptastofa setur fram áætlun um að hætta nota 2G og 3G senda í farsímanetum landsins. Indó fær starfsleyfi en hvað er Indó? Spotify heldur áfram að kaupa fyrirtæki tengd hlaðvörpum og Joe Rogan málið heldur áfram.
Þessi þáttur er í boði Macland sem er með fullt af Konudagstilboðum 👩👩👩
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. | |||
05 Nov 2021 | 292 Hopp fær styrk, Facebook verður Meta og Airpods 3 | 01:23:16 | |
Hopp fær styrk til að fara í útrás, Sýn skilar fínum afgangi, Gagnaveita Reykjavíkur heitir nú Ljósleiðarinn, Facebook fyrirtækið fer í ásýndarbreytingu, Netflix býður nú einnig upp á tölvuleiki, Gulli prófar Surface Laptop Go fartölvuna frá Mowo.is og við fjöllum um fyrstu prófanir Atla og Sverris á Apple Airpods 3.
Þessi þáttur af Tæknivarpinu er í boði Elko og Bruggstofunnar Honkítonk BBQ á Snorrabraut.
Stjórnendur eru: Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson. | |||
03 Dec 2021 | 296 Break frá Fractal 5 og jólagjafir | 01:04:46 | |
Fractal 5 gaf út sitt fyrsta app á Slush nýsköpunarhátíðinni í vikunni: Break. Break er samfélagsmiðill sem ætlar að skipuleggja tækisfærishittinga fyrir fólk. Við rennum yfir jólabækling Elko og rekum augum í fótanuddtækið sem virðist aldrei ætla deyja. Nýja ríkisstjórnin ætlar að opna sína eigin streymisveitu til að miðla íslensku efni geymt hjá Kvikmyndamiðstöðinni. Er það sniðugt eða á bara að upphala þessu á YouTube? SpaceX er víst á leiðinni á hausinn samkvæmt Elon Musk sjálfum, nema allt starfsfólkið vinni langar vaktir um helgar til að bjarga því. Tesla kynnir fjórhjól fyrir börn sem heitir auðvitað Cyberquad. Meðstofnandi og forstjóri Twitter Jack Dorsey stígur til hliðar og hleypir nýjum að. Ætli það sé framtíð fyrir Twitter án Trump? Apple virðist hafa dregið úr framleiðslu á iPhone þetta árið en ekki er vitað hvort það sé vegna eftirspurnar eða framleiðslugetu.
Þessi þáttur er í boði Elko og Macland. Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Daníel Ingólfsson | |||
21 Dec 2021 | Tækniviðtal: Log4j með Guðmundi Sigmundssyni frá CERT-IS | 00:39:08 | |
Tæknivarpið fær til sín Guðmund Arnar Sigmundsson frá CERT-IS netöryggissveit Fjarskiptastofu. Við ræðum öryggisgallann í Log4j og áhrifin af honum. Þessi þáttur er í Elko og Macland 🙏🏼 Stjórnandi er Atli Stefán Yngvason sem er að finna á Twitter. | |||
06 Sep 2023 | iPhone 15 orðrómar, Samsung M8 skjár og vöruskil | 01:08:43 | |
Andri, Atli og Gulli fara yfir orðróma fyrir kynningu Apple í næstu viku. Orðið á götunni er að við fáum eftirfarandi:
Við fjöllum líka um Samsung Smart Monitor M8 og Mac Studio kaup Atla. Þessi þáttur er í boði TechSupport. | |||
02 Jun 2023 | WWDC upphitun og fleira. | 01:10:34 | |
Viðfangsefni vikunnar er upphitun fyrir WWDC viðburð Apple, friðhelgi einkalífs og fleira. Við metum einnig hvort Gulli sé að reyna að kveikja í bílskúrnum heima hjá sér.
Umræðupunktar (e. Show notes)
Kostendur:
Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason, Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson. |